Stærri verkefni

Nettó á Eyravegi

Ný Nettó verslun á Eyravegi á Selfossi opnaði í desember 2024. Verslunin er hreint út sagt glæsileg og starfsfólk Samkaupa sem og fagaðilar lögðu allt sitt í vinnuna til að opna verslunina þrátt fyrir ýmsar ófyrirséðar áskoranir. Verslunin fékk góðar viðtökur frá íbúum nær og fjær.

Fab Lab Suðurnes

Fab Lab Suðurnesja sem er stafræn smiðja opnaði í janúar 2024. Góður hópur fólks kom að þessari vinnu sem og hagaðilar á Suðurnesjum. Smiðjan er staðsett í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er vel nýtt af nemendum og íbúum á svæðinu.