Bjarklind Sigurðardóttir

Ég starfaði í flugstöðinni í fjölda mörg ár og tók einnig að mér þriggja ára verkefnastjórnun á vegum ríkisins. Ég sat í framkvæmdaráði, markaðsráði og starfað sem stjórnarformaður, verkefnastjóri og markaðsstjóri. Ég hef mikla reynslu við að stýra, leiða og taka ákvarðanir. Hef átt samskipti við ráðuneyti og stofnanir eins og þurfa þykir. Ég hef stýrt vinnuhópum þvert á deildir. Hef verið svo lánsöm að vinna með fjölbreyttum vörumerkjum með ólíkar vörur, hugmyndir og þarfir.

Ég hef unnið að ólíkum verkefnum svo sem verkefnastjórnun, stefnumótun, markaðsmál, sölu, rekstur, stofnað stafræna smiðju og unnið við breytingar á verslunum og rýmum. Með þessum verkefnum fylgja áætlanagerðir, greiningar, samningagerð, samskipti, vinnustofur, rýnihópaviðtöl, undirbúning og eftirfylgni svo eitthvað sé nefnt. Einnig rýnt í töluleg gögn út frá sölu, markhópum, þjóðernum, framsetningu, framlegð, og atvinnuleitendum.

Ég hef MBA hagnýtt stjórnendanám og BSc próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Einnig verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, með IPMA vottun D - stig frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.

Lokaverkefni MBA náms fjallaði um forystu og ólíka leiðtogastíla og lokaverkefni BSc náms var rannsóknarverkefni um upplifun viðskiptavina í þjónustugæðum.

Bjarklind Sigurðardóttir

Viðskiptafræðingur/MBA